Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. apríl 2021 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Næstum því allt eftir bókinni
Daði Bergsson gerði tvennu fyrir Þrótt.
Daði Bergsson gerði tvennu fyrir Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert gerði þrjú af tólf mörkum Augnabliks.
Ellert gerði þrjú af tólf mörkum Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík lagði Smára.
Grindavík lagði Smára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum fer áfram.
Þróttur Vogum fer áfram.
Mynd: Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Það var allt svona nokkurn veginn eftir bókinni í Mjólkurbikar karla í kvöld; fátt um óvænt úrslit.

Grindavík og Þróttur Reykjavík, sem leika bæði í Lengjudeildinni, unnu sannfærandi sigra gegn liðum úr 4. deild. Grindavík lagði Smára, 1-4, og Þróttur fór í Breiðholtið og skellti KB, 1-6. KB náði að jafna þar 1-1 en svo rúlluðu Þróttarar yfir Breiðhyltinga.

Þróttur Vogum hafði betur gegn KV en bæði þessi lið leika í 2. deild í sumar. Þá vann ÍR útisigur á Elliða eftir að hafa lent 1-0 undir snemma leiks.

Augnablik, sem er í 3. deild, vann stærsta sigur dagsins. Þeir unnu 12-0 sigur á 4. deildarliði Mídas. Ellert Hreinsson skoraði þrennu fyrir Augnablik í leiknum.

Óvæntustu úrslit voru líklega í Garðabæ þar sem Álftanes úr 4. deild sótti sigur gegn KFG úr 3. deild.

Þá eru Hvíti riddarinn, KÁ, Víðir og Úlfarnir komin í aðra umferð, ásamt Kára frá Akranesi. Kári átti að mæta Vængjum Júpiters en Vængir gáfu þann leik.

KV 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Ruben Lozano ('16, víti)
0-2 Ruben Lozano ('18)
0-3 Viktor Smári Segatta ('69)
1-3 Grímur Ingi Jakobsson ('71)

Smári 1 - 4 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson ('18)
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('56)
0-3 Símon Logi Thasaphong ('65)
1-3 Óliver Máni Scheving ('85)
1-4 Símon Logi Thasaphong ('86)

Hvíti riddarinn 4 - 1 Árborg
1-0 Ægir Örn Snorrason
1-1 Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson
2-1 Alexander Aron Davorsson
3-1 Haukur Hall Eyþórsson
4-1 Eiður Andri Thorarensen

KB 1 - 6 Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson ('4)
1-1 Sebastian Miastkowski ('12)
1-2 Róbert Hauksson ('20)
1-3 Daði Bergsson ('33)
1-4 Baldur Hannes Stefánsson ('51)
1-5 Magnús Pétur Bjarnason ('60)
1-6 Róbert Hauksson ('86)

Léttir 1 - 2 Víðir
0-1 Elís Már Gunnarsson ('40)
1-1 Már Viðarsson ('92)
1-2 Jóhann Þór Arnarsson ('95)

Elliði 2 - 3 ÍR
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('6)
1-1 Óðinn Arnarsson ('7, sjálfsmark)
1-2 Bragi Karl Bjarkason ('9)
1-3 Róbert Andri Ómarsson ('39)
2-3 Óðinn Arnarsson (81, víti)

Björninn 0 - 3 KÁ
0-1 Daði Snær Ingason
0-2 Daði Snær Ingason
0-3 Þórður Örn Jónsson

Mídas 0 - 12 Augnablik
Ellert Hreinsson 3
Arnar Laufdal Arnarsson 2
Freyr Snorrason 2
Kristján Gunnarsson 2
Andri Már Strange 1
Arnór Daði Gunnarsson 1
Brynjar Óli Bjarnason 1

KFG 0 - 2 Álftanes
0-1 Finn Axel Hansen
0-2 Daníel Ingi Egilsson

Úlfarnir 2 - 0 Ísbjörninn
1-0 Birgir Bent Þorvaldsson ('39)
2-0 Róbert Daði Sigurjónsson ('88)

Vængir Júpiters gáfu leikinn gegn Kára og því fara Skagamenn áfram í næstu umferð.

Önnur úrslit í dag:
Mjólkurbikarinn: Völsungur með öflugan útisigur
Athugasemdir
banner