Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. maí 2021 16:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hörður og Þórir fá leyfi frá FH - „Mikill heiður fyrir þá"
Spennandi verkefni fyrir Hörð Inga framundan
Spennandi verkefni fyrir Hörð Inga framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari opinberaði leikmannahópinn fyrir helgi fyrir vináttuleikina þrjá gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Alls eru 35 í hópnum og tólf nýliðar.

Tveir af nýliðunum koma úr röðum FH en það eru þeir Þórir Jóhann Helgason og Hörður Ingi Gunnarsson. Báðir eiga þeir leiki með u21 landsliðinu og voru þeir í hópnum á EM í Ungverjalandi í mars.

Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH tjáði sig um veru sinna manna í landsliðshópnum eftir leik liðsins gegn KR.

„Það held ég. Ég held að það sé búið að leysa þetta allavega hjá okkur að Þórir Jóhann og Hörður Ingi fái að fara í þennan landsleik og það er mikill heiður fyrir þá og eitthvað sem þeir eiga svo sannarlega skilið."

FH mætir Leikni í Pepsi Max deildinni á miðvikudaginn áður en Þórir og Hörður fara í sína fyrstu A-landsliðs ferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner