Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 23. júní 2020 21:55
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg: Ætlum að vinna mótið
Berglind Björg varð fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max þetta sumarið
Berglind Björg varð fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max þetta sumarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og við spiluðum mjög vel frá upphafi til enda," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Breiðabliks eftir 6-0 stórsigur á KR.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 KR

Berglind skoraði sjálf þrjú mörk í kvöld og varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Það er bara fínt. Gaman að skora og sérstaklega að hjálpa liðinu að vinna leiki. Ég er gríðarlega sátt með frammistöðuna í dag,“ sagði senterinn hógvær er hún var spurð út í mörkin.

Hún segist ekki vera með nein markmið varðandi markaskorun heldur sé hún fyrst og síðast að einbeita sér að því að komast í sitt besta leikform eftir að hafa þurft að eyða lengstum hluta undirbúningstímabilsins innilokuð í Mílanó sökum Covid 19.

„Ég er bara að koma í mér í stand eftir ástandið úti og er bara að vinna mig upp í 90 mínútur hægt og rólega. Ef maður skorar einhver mörk á meðan og stendur sig vel þá er ég bara ánægð.“

Aðspurð um framhaldið sagði hún markmið Breiðabliks einföld:

„Við ætlum að vinna mótið. Við erum ekkert að fela það.“

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner