Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. september 2018 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Rosenborg eykur forystuna
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Emil Pálsson er eini Íslendingurinn sem var með byrjunarliðssæti í leikjum dagsins í efstu deild í Noregi.

Emil og félagar í Sandefjord gerðu mjög gott 1-1 jafntefli við Brann á útivelli. Brann er í öðru sæti á meðan Sandefjord vermir botnsætið og er níu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins sjö umferðir eru eftir.

Matthías Vilhjálmsson kom við sögu er topplið Rosenborgar lagði Saprsborg að velli. Hann kom seint inná og er Rosenborg með fjögurra stiga forystu eftir sigurinn.

Aron Sigurðarson kom ekki við sögu er Start hafði betur gegn Bodo/Glimt. Þetta var annar sigur Start í röð og ljóst að liðið nær að bjarga sér frá falli ef gengið heldur svona áfram.

Þá kom einn Íslendingur við sögu í norsku C-deildinni er Hönefoss tapaði fyrir varaliði Odd. Það var Marko Valdimar Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur. Ásgeir Þór Ingólfsson, sem var einnig í Grindavík, sat allan leikinn á bekknum.

Þá var Ingólfur Örn Kristjánsson, fyrrverandi markamaskína Völsungs, á bekknum er Raufoss lagði Fredrikstad í sömu deild.

Bodo/Glimt 1 - 2 Start

Brann 1 - 1 Sandefjord

Rosenborg 3 - 1 Sarpsborg

Odds 2 4 - 1 Hönefoss

Raufoss 3 - 1 Fredrikstad
Athugasemdir
banner
banner
banner