Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 19:39
Aksentije Milisic
Þýski bikarinn: Óvænt úrslit litu dagsins ljós
Wolfsburg komst áfram.
Wolfsburg komst áfram.
Mynd: Getty Images
32-liða úrslitin í þýska bikarnum halda áfram í kvöld og eru fyrstu tveir leikir kvöldsins búnir.

RW Essen, sem leikur í fjórðu efstu deild, mætti Fortuna Dusseldorf, sem er í B-deild.

Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn með þremur mörkum gegn tveimur og er liðið því komið áfram í 16-liða úrslit.

Á sama tíma vann Wolfsburg öruggan 4-0 sigur á fyrrum liðsfélögum Rúriks Gíslasonar í Sandhausen.

Fjórir leikir hefjast svo klukkan 19.45 og þar með líkur 32-liða úrslitunum.

RW Essen 3 - 2 Fortuna Dusseldorf
1-0 Simon Engelmann ('15 )
1-1 Rouwen Hennings ('36 )
2-1 Marco Kehl-Gomez ('39 )
3-1 Oguzhan Kefkir ('70 )
3-2 Rouwen Hennings ('87 , víti)

Wolfsburg 4 - 0 Sandhausen
1-0 Yannick Gerhardt ('27 )
2-0 Wout Weghorst ('30 )
3-0 Joao Victor ('41 )
4-0 Wout Weghorst ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner