Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. mars 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Löw um fjarveru Gylfa: Mikill missir fyrir Ísland
Icelandair
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að fjarvera Gylfa Þórs Sigurðssonar hafi neikvæð áhrif fyrir íslenska landsliðið fyrir leik liðanna í undankeppni HM annað kvöld.

Gylfi verður ekki með Íslandi í fyrstu leikjunum í undakeppni HM en hann og Alexandra Ívarsdóttir, eiginkona hans, eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni.

„Hann er auðvitað einn allra best leikmaður Íslands," sagði Löw á fréttamannafundinum.

„Auðvitað hefur þetta neikvæð áhrif fyrir Ísland. Fyrir íslenska liðið er þetta mikill missir."

Í liði Þýskalands verða Toni Kroos, Niklas Sule og Robin Gosens fjarri góðu gamni annað kvöld.

„Þessir þrír leikmenn verða ekki með á morgun. Þetta eru allt mikilvægir leikmenn fyrir okkar lið en því miður geta þeir ekki spilað á morgun," sagði Löw.

Leikir A-landsliðsins:

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner