Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. apríl 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Neville hættir með enska liðið næsta sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Phil Neville hefur staðfest að hann muni hætta sem þjálfari enska kvennalandsliðsins þegar samningur hans rennur út sumarið 2021.

Þetta þýðir að hann mun ekki stýra liðinu á EM í Englandi eins og áætlað var.

EM átti að fara fram 2021 en þar sem EM karla og Ólympíuleikarnir færðust til sumarsins 2021 þá mun EM kvenna fara fram 2022.

Neville mun stýra enska landsliðinu í ár í viðbót en hann mun hjálpa enska knattspyrnusambandinu að finna eftirmann sinn.

Neville er 43 ára gamall og hefur stýrt kvennalandsliðinu frá 2018. Undir hans stjórn endaði England í fjórða sæti á HM í fyrra. Eftir HM hafa úrslitin í æfingaleikjum ekki verið ásættanleg og hefur enska liðið aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner