Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 19:20
Aksentije Milisic
Saint-Maximin svarar stuðningsmanni L'pool - „Sýnið Mane virðingu"
Saint-Maximin í leiknum í dag.
Saint-Maximin í leiknum í dag.
Mynd: EPA
Allan Saint-Maximin var sprækur á Anfield í dag og sýndi góða spretti þegar Newcastle og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli.

Allur sóknarleikur Newcastle fór í gegnum Maximin en hann fór oft mjög illa með varnarmenn Liverpool sem reðu illa við hann.

Sadio Mane, leikmaður Liverpool, hefur átt slakt tímabil og klúðraði hann nokkrum færum í dag. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér og virðist skorta sjálfstraust á þessu tímabili.

Stuðningsmaður Liverpool skrifaði á Twitter eftir leikinn í dag þar sem hann spyr Saint-Maximin, hvort hann geti ekki komið til Liverpool og Sadio Mane færi þá til Newcastle.

Saint-Maximin var ekki hrifinn af þessu og svaraði þessum stuðningsmanni Liverpool með miklum þroska.

„Ég veit að þú heldur að þetta séu góð skilaboð til mín en mér líkar þetta ekki. Sýnið honum virðingu, þið eruð vanþakklát, hann gerði og er að gera mikið fyrir Liverpool, það er enn mjög langt í það að ég geti náð hans gæðaflokki," sagði Saint-Maximin.


Athugasemdir
banner
banner