Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinn Svan spáir í sjöttu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Toddi er uppalinn KA maður
Toddi er uppalinn KA maður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óðinn Svan
Óðinn Svan
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Óðinn Svan Óðinsson, fjölmiðlamaður og Þórsari með meiru, er spámaður fyrir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Binni Willums var með fjóra rétta í síðustu umferð og skellir sér á toppinn á lista spámanna til þessa.

Leikir umferðarinnar fara fram í kvöld og annað kvöld.

ÍA 1 - 3 Breiðablik (Í kvöld 19:15)
Langar rosalega að spá heimamönnum sigri þarna en það er erfitt. Hugsa að Skagamenn komist yfir eftir klaufaleg mistök hjá Antoni Ara en það dugar ekki til. Blikar vinna 1-3.

Keflavík 0 - 4 Valur (Í kvöld 19:15)
Þetta verður annar nokkuð öruggur útisigur. Nýju landsliðsmennirnir í Keflavík þurfa fjórða leikinn í röð að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Keflavík 0 - Valur 4

Stjarnan 3 - 0 KA (Í kvöld 19:15)
Toddi fær að bragða á því sem hann þekkir vel, horfa á KA tapa. Hilmar Árni stimplar sig inn í mótið. 3-0 sigur heimamanna.

Leiknir 0 - 2 FH (Á morgun 19:15)
Þarna kemur enn einn útisigurinnn í þessari umferð. Ágúst Hlyns hleypur yfir Leikni og verður besti maður vallarins.

KR 0 - 0 HK (Á morgun 19:15)
Við fengum geggjaðan leik þegar þessi lið mættust í Frostaskjóli í fyrra. Þessi verður andstæðan við það.

Víkingur 3 - 1 Fylkir (Á morgun 19:15)
Veislan heldur áfram í Fossvoginum. Vinna þennan leik nokkuð þægilega 3-1.

Fyrri spámenn:
Binni Willums - 4 réttir
Böddi löpp - 3 réttir
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Kjartan Atli - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner