Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. maí 2021 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur ekki hrifinn af ummælum Sigga Ragga: Kaupi þetta ekki
Keflavík eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni.
Keflavík eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, benti á það í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld að liðið hans hefði fengið færri daga í hvíld en andstæðingurinn fyrir síðustu þrjá illa. Það fór illa í þessum þremur leikjum fyrir Keflvíkinga.

„Við höfum verið pínu óheppnir með niðurröðunina í síðustu þremur leikjum. Við höfum fengið degi minna í hvíld en hin liðin, á móti Breiðablik, KA og Fylki. Allt leikir sem töpuðust og við fengum á okkur mikið af mörkum," sagði Siggi Raggi.

Það er rétt hjá honum, Keflavík hefur fengið degi minna í hvíld en andstæðingurinn fyrir þessa leiki.

Ólafur Jóhannesson, sigursælasti þjálfari Íslands síðustu 20 árin, gefur hins vegar ekki mikið fyrir þessi ummæli, hann var ekki hrifinn af því að Siggi Raggi skyldi minnast á þetta.

„Ég hélt að Keflvíkingarnir væru betri en þetta. Mér finnst þetta skemmtilegur leikmannahópur. En þetta eru nýliðar og þetta er basl stundum. Ég hef fulla trú á því að þeir eigi eftir að gera betur," sagði Ólafur í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Þeir eru að tala um að þeir hafi fengið færri daga en önnur lið, svona djöfulsins bull á ekki að vera í þessu. Það er álag, það vita allir. Þeir eru reyndar að fara í frí eftir þennan leik, þeir eru með fullt af landsliðsmönnum. Ég kaupi þetta nú ekki," sagði Ólafur jafnframt.

Keflavík er að spila við Íslandsmeistara Vals í kvöld.

Beinar textalýsingar
ÍA - Breiðablik 19:15
Keflavík - Valur 19:15
Stjarnan - KA 19:15
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner