Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos ekki með á EM - Laporte í hópnum
Mynd: EPA
Luis Enrique er búinn að staðfesta 24 manna leikmannahóp Spánverja sem fer á EM í sumar og er engan Sergio Ramos að finna.

Þessi 35 ára gamli miðvörður hefur verið fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins undanfarin ár en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vor. Það var því tekin sameiginleg ákvörðun um að hvíla Ramos í sumar.

Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City sem lék fyrir öll yngri landslið Frakklands, er í landsliðshópi Spánverja. Hann mun spila í sinn fyrsta keppnisleik fyrir Spán á EM í sumar.

Sergio Busquets verður fyrirliði Spánverja í sumar og má finna spennandi leikmenn á borð við Pedri, Dani Olmo og Adama Traore í hópnum.

Það vekur athygli að Enrique valdi aðeins 24 leikmenn af 26 mögulegum. Enginn leikmaður Real Madrid er í hópnum. Marco Asensio, Isco og Nacho voru skildir eftir heima á meðan Lucas Vazquez og Dani Carvajal eru meiddir.

Spánn er í E-riðli ásamt Póllandi, Slóvakíu og Svíþjóð.

Markverðir: David de Gea, Unai Simon, Robert Sanchez

Varnarmenn: Jordi Alba, Cesar Azpilicueta, Jose Gaya, Eric Garcia, Diego Llorente, Pau Torres, Aymeric Laporte

Miðjumenn: Sergio Busquets (F), Koke, Thiago, Rodri, Fabian Ruiz, Marcos Llorente, Pedri

Framherjar: Alvaro Morata, Mikel Oyarzabal, Dani Olmo, Gerard Moreno, Ferran Torres, Adama Traore, Pablo Sarabia.
Athugasemdir
banner
banner
banner