Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. júní 2022 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Afturelding vann sannfærandi sigur á Þór
Aron Elí Sævarsson skoraði tvö og kom að þriðja marki Aftureldingar í dag
Aron Elí Sævarsson skoraði tvö og kom að þriðja marki Aftureldingar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
b>Afturelding 4 - 1 Þór
1-0 Georg Bjarnason ('24 )
2-0 Aron Elí Sævarsson ('27 )
3-0 Aron Elí Sævarsson ('66 )
4-0 Orri Sigurjónsson ('73 , sjálfsmark)
4-1 Elvar Baldvinsson ('74 )
Lestu um leikinn

Afturelding átti ekki í teljandi vandræðum með Þór er liðin mættust á Malbikstöðinni við Varmá í Lengjudeild karla í kvöld, en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Mosfellingar voru með öll völd á leiknum fyrstu mínúturnar og komst Hrafn Guðmundsson í hættulegt færi á 15. mínútu eftir laglega sendingu frá Ásgeiri Frank Ásgeirssyni. Hrafn komst einn gegn markverði en Aron Birkir Stefánsson varði vel.

Níu mínútum síðar gerði Georg Bjarnason fyrsta mark leiksins. Aftur var það Ásgeir Frank sem var í því að mata menn en hann lagði boltann á Georg sem hamraði boltanum í netið.

Þremur mínútum síðar bætti Aron Elí Sævarsson við öðru marki. Aron fékk boltann í vítateignum, snéri sér við og lagði boltann á nærstöngina.

Afturelding var með öll tök á leiknum og var líklegt til að bæta við fleiri mörkum fyrir hálfleik en létu sér nægja að vera 2-0 yfir.

Þórsarar ýttu sér framar á völlinn í byrjun síðari en fengu mark í markið á 66. mínútu. Fyrirliðinn, Aron Elí, aftur á ferðinni og nú með skalla eftir hornspyrnu.

Aron Elí átti svo stóran þátt í fjórða markinu. Hann lék á tvo varnarmenn áður en hann kom boltanum fyrir, en þar var Orri Sigurjónsson mættur til að koma boltanum í eigið net.

Þórsarar náðu að svara strax með marki. Elvar Baldvinsson gerði það. Þórsarar komust ekki nær Aftureldingu og lokatölur 4-1.

Sannfærandi sigur heimamanna sem eru nú með 9 stig í 8. sæti deildarinnar á meðan Þór er í 10. sæti með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner