Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   þri 24. ágúst 2021 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danny Guthrie í löngu viðtali: Elskar Ísland
Lengjudeildin
Danny Guthrie.
Danny Guthrie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram spilar í efstu deild á næstu leiktíð.
Fram spilar í efstu deild á næstu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Guthrie, miðjumaður Fram, var í löngu viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Þrótti Reykjavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Fram

Guthrie, sem er 34 ára, byrjaði inn á miðsvæðinu. Um er að ræða mjög reyndan miðjumann sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship-deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.

Guthrie var leystur undan samningi við Blackburn Rovers 2017 og gekk árið eftir í raðir Mitra Kukar í Indónesíu. 2019-2021 lék fyrir Walsall í ensku D-deildinni. Hann lenti svo á Íslandi, óvænt, fyrir þetta tímabil.

„Við erum vonsviknir að fá á okkur mark svona seint eftir að hafa klikkað á mörgum færum," sagði Guthrie eftir leik.

„Þetta eru vonbrigði en samt erum við sáttir með margt í okkar leik. Við þurftum bara að nýta færin betur."

Elskar Ísland
Guthrie var spurður að því hvernig félagskiptin til Fram hefðu orðið að veruleika.

„Ég hætti að spila á Englandi í sex mánuði og velti því fyrir mér hvort ég myndi spila aftur. Ég var farinn að plana að byrja í þjálfun. Svo kom þetta tækifæri upp. Ég átti mjög góðar samræður við fólk hjá félaginu og hugsaði: 'Af hverju ekki?'. Mér fannst ég eiga meira eftir. Ég er stoltur að vera hluti af þessu liði."

„Ég hef einbeitt mér að því að spila. Ég hef reynt að hjálpa eins mikið og ég get; í búningsklefanum og á æfingum. Ég hef lent í smá veseni, bæði með Covid og meiðsli en núna er ég kominn aftur til að hjálpa liðinu að enda tímabilið taplaust."

Hann fékk auðvitað spurninguna: 'How do you like Iceland?'

„Ég elska það, algjörlega. Fjölskylda mín kom hingað og maki minn. Það er frábært fólk hérna og ég hef notið þess að vera hér," sagði sá enski en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Hann var meðal annars spurður að því hvort hann sæi fram á að vera áfram á Íslandi næsta sumar.
Athugasemdir
banner