Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. ágúst 2021 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptar skoðanir á rauða spjaldinu sem Perez fékk
Tæklingin.
Tæklingin.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Ayoze Perez fékk að líta rautt spjald í tapi Leicester gegn West Ham í gærkvöld.

Rauða spjaldið fékk Perez fyrir að traðka á landa sínum, Pablo Fornals.

Þetta leit hræðilega út en samt voru skiptar skoðanir um atvikið í ljósi þess að Perez var hrint. „Mér fannst brotið á honum. Ayo sýnir hreinskilni; hann reynir að standa í fæturnar en missir svo jafnvægið. Þú sérð marga leikmenn detta og þá er ekkert vandamál."

„Hann reynir að standa í fæturnar, missir jafnvægið og svo reynir hann að ná í boltann. Þetta lítur ekki vel út í endursýningum en fyrst var þetta brot."

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, var spurður út í tæklinguna í gær.

„Þegar þú horfir á þetta, þá er þetta algjörlega skelfilegt. Enginn vill sjá svona tæklingu," sagði Neville.

Hér að neðan má sjá viðbrögð við tæklingunni á samfélagsmiðlinum á Twitter. Þar var fólk ekki sammála. Hvað finnst þér?








Athugasemdir
banner
banner