Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. ágúst 2021 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger kom færandi hendi á Anfield
Mynd: EPA
Arsene Wenger, sem var knattspyrnustjóri hjá Arsenal í rúma tvo áratugi, starfar í dag hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA.

Hann kom færandi hendi á Anfield í dag þar sem hann hitti Jürgen Klopp og lærisveina hans í Liverpool og afhenti þeim verðlaun frá því í fyrra.

Klopp var valinn sem þjálfari ársins eftir að hafa endað með jafn mörg atkvæði og Hansi Flick sem vann Meistaradeildina með FC Bayern.

Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk og Thiago Alcantara voru allir valdir í FIFPro lið ársins og fengu verðlaun frá Wenger.

Wenger hitti meðal annars sinn fyrrum lærling Alex Oxlade-Chamberlain á Anfield. Þeir störfuðu saman í sex ár áður en Chamberlain var seldur fyrir 35 milljónir punda.


Athugasemdir
banner