Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Nielsen: Er að skoða mína möguleika
Gunnar Nielsen fagnar sigri FH á Val í gær.
Gunnar Nielsen fagnar sigri FH á Val í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen verði áfram í marki FH á næsta tímabili en samningur hans rennur út í næsta mánuði.

Gunnar er að ljúka sínu þriðja tímabili með FH en hann lék áður eitt tímabil með Stjörnunni.

„Við erum að ræða saman en ég er líka að skoða mína möguleika. Ég er 31 árs og maður er að skoða hvað er hægt að gera," sagði Gunnar eftir 2-1 tap FH gegn Val í gær.

„Ég á kannski ekki marga möguleika á að fara aftur út og maður er að skoða alls konar möguleika."

„Mér finnst mjög gaman að vera í FH líka og ég væri til í að vera með í að gera eitthvað flott á næsta ári og hjálpa FH aftur á toppinn. Svo kemur bara í ljós hvað gerist."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar í heild sinni.
Gunnar Nielsen: Náði að skapa smá kaos
Athugasemdir
banner
banner
banner