Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. desember 2020 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„City-liðið er bara að verða eins manns lið"
Kevin de Bruyne er besti leikmaður Manchester City.
Kevin de Bruyne er besti leikmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
„Ég horfði á þennan leik og þeir voru drullulélegir," sagði Magnús Þór Jónsson um leik Manchester City gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Man City vann leikinn 1-0, en þetta var hörkuleikur.

Magnús Þór, Einar Matthías Kristjánsson, og Sigursteinn Brynjólfsson á kop.is voru í hlaðvarpinu um enska boltann á dögunum. Undir lokin var talað um Man City sem er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eins og er.

„City-liðið er að verða bara eins manns lið. De Bruyne, við (Liverpool) eigum bara að kaupa hann, taka hann út úr þessu liði. Það er svo margt að held ég inn í City-liðinu. Þeir áttu aldrei að vinna þennan leik," sagði Magnús.

„City er búið að vera í ströggli frá upphafi síðasta leiktímabils. Þeir falla út í Meistaradeildinni í 8-liða úrslitum, eiga aldrei breik í deildinni í fyrra... þeir eru bara á ströggli. Það er einhver pirringur þarna."

„Það er enginn rósagarður ræktaður á Etihad þetta árið. Við erum alltaf að bíða eftir því að þeir komi upp, en við erum búin að bíða eftir því frá því þeir töpuðu fyrir Norwich í fyrra," sagði Magnús.

Man City er búið að laga varnarleikinn hjá sér og það þarf í raun ekki mikið til þess að þeir blandi sér í toppbaráttuna eins og staðan er núna.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni.
Enski boltinn - Kampakátir Liverpool menn á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner