Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone þegar hann fékk símtal um Suarez: Er þér alvara?
Luis Suarez átti frábært tímabil með Atletico.
Luis Suarez átti frábært tímabil með Atletico.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico, átti erfitt með að trúa því að Barcelona væri tilbúið að selja sóknarmanninn Luis Suarez síðasta sumar.

Barcelona taldi sig ekki hafa not fyrir Suarez og ákvað að leyfa honum að fara til Atletico Madrid fyrir 5 milljónir evra.

Suarez er 34 ára gamall og skoraði 21 mark í 32 deildarleikjum á tímabilinu. Suarez hjálpaði Atletico að vinna La Liga í ellefta skipti. Þetta var þó aðeins þriðji Spánartitill Atletico á síðustu 40 árum.

Simeone er mikill aðdáandi Suarez og var himinlifandi með að fá hann síðasta sumar. Hann reyndist mikill happafengur.

„Ég talaði við hann þegar hann var hjá Liverpool en hann valdi frekar að fara til Barcelona," sagði Simeone við ESPN’s F360.

„Þegar möguleikinn kom upp að semja við hann, þá fékk ég símtal frá félaginu og ég var spurður: 'Hvað finnst þér um möguleikann á að Luis Suarez komi?' og ég svaraði: 'Er þér alvara?'. Ekki spyrja mig, gerum það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner