Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 14:28
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tippar á Fram og Fjölni upp - „Eru bara að pakka liðum saman"
Lengjudeildin
Baldur Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.
Baldur Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar líta gríðarlega vel út.
Framarar líta gríðarlega vel út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil og góð umræða um Lengjudeild karla í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Eftir fyrstu þrjár umferðirnar er Tómas Þór Þórðarson viss um að Fram og Fjölnir séu á leið upp úr deildinni. Liðin tvö eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Fjölnismenn fóru til Grindavíkur síðasta föstudag og unnu þar 0-2 útisigur. „Það er Valsbragur á Fjölnisliðinu í Lengjudeildinni," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það eru í öðru sæti hjá mér, á eftir Fram, á að fara upp úr þessari deild. Við fórum á Þróttur - Fjölnir í fyrstu umferð þar sem þeir lenda undir. Baldur Sig gerði þar sín fyrstu og væntanlega einu mistök í þessu Fjölnisliði á þessari leiktíð; annars var hann virkilega góður. Þeir komu til baka og vinna þar. Svo er hörkuleikur gegn Gróttu sem þeir ná að hafa með 1-0 sigri. Þeir halda hreinu annan leikinn í röð gegn vel spilandi og sókndjörfu liði Grindavíkur á útivelli," sagði Tómas Þór.

„Þetta verður þemað, þeir verða ekki í þessum pakka að fá á sig mark... Þetta er afskaplega einfalt, þeir eru ekki að fara að fá á sig mörk að einhverju viti með Bald Sigurðsson og Dofra Snorrason inn á vellinum. Þannig bara virkar heimurinn. Baldur er alltof góður fyrir þessa deild... Ég er búinn að kannast við og þekkja Dofra frá 2008, og þetta er bara stríðsmaður."

„Ég er núna að fara að tippa á að þeir fari upp þegar ég er búinn að sjá 270 mínútur af staðfestingu hvernig þeir eru. Þeir verða mjög erfiðir."

Fram hefur einnig unnið þrjá fyrstu leiki sína og þeirra tími er kominn, segir Tómas.

„Það er bara komið að þeim, það er ekki flókið. Þeir voru nálægt því í fyrra. Eftir ráðninguna á Jóni Sveins hafa þeir jafnt og þétt orðið betri, eru að halda leikmönnum, eru með nokkra af bestu leikmönnum deildarinnar, góða vörn, góðan markvörð, menn sem geta skorað, að því virðist besta þjálfarann í deildinni, með frábæran aðstoðarþjálfara," sagði Tómas Þór um Fram.

„Félagið er bara tilbúið og þetta lið er tilbúið. Þeir eru bara að pakka liðum saman."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner
banner