Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Álög yfir 'níunni' hjá Chelsea
Mynd: EPA

Romelu Lukaku gekk til liðs við Chelsea fyrir 100 milljónir evra síðasta sumar frá Inter Milan. Hann lék 44 leiki í öllum keppnum og skoraði aðeins 15 mörk.


Það stefnir allt í að Lukaku snúi aftur til Inter og það á láni frá Chelsea í sumar.

Lukaku fékk treyju númer 9 hjá Chelsea á þessari leiktíð. Það vekur athygli þegar maður skoðar árangur leikmanna liðsins sem bera treyju númer 9 að hann er ekkert sérstakur.

Gonzalo Higuain lék aðeins hálft tímabil með félaginu árið 2019 þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Á undan honum lék Alvaro Morata í treyju númer 9 í tvö tímabil og skoraði 16 mörk. Hann gekk til liðs við Chelsea fyrir 60 milljónir punda.

Radamel Falcao gekk til liðs við Chelsea eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United. Hann skoraði aðeins eitt mark í 12 leikjum hjá Chelsea. 

Fernando Torres gekk til liðs við félagið frá Liverpool árið 2011 þar sem hann var óstöðvandi en hann varð síðan skugginn af sjálfum sér hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner