Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 21:49
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Elliði tapaði dýrmætum stigum í Eyjum
KFS vann góðan sigur á Elliða
KFS vann góðan sigur á Elliða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KFS 2 - 1 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('13 )
1-1 Arnar Breki Gunnarsson ('54 )
2-1 Hallgrímur Þórðarson ('73 )

KFS lagði Elliða að velli, 2-1, í 3. deild karla í kvöld en liðið var undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Pétur Óskarsson skoraði sjöunda mark sitt í sumar á 13. mínútu fyrir Elliða og litu hlutirnir ágætlega út þegar flautað var til hálfleiks.

Eyjamenn mættu öflugir í síðari hálfleikinn. Arnar Breki Gunnarsson jafnaði á 54. mínútu áður en Hallgrímur Þórðarson gerði sigurmarkið á 73. mínútu.

Elliði tókst ekki að ná inn jöfnunarmarki og lokatölur 2-1 fyrir KFS sem er með 25 stig í 6. sæti en Elliði er áfram í 2. sæti með 31 stig.

Þetta opnar toppbaráttuna upp á gátt. Ægir og KFG eiga tvo leiki til góða og geta veitt Elliða mikla samkeppni í baráttunni um sæti í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner