Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aaron Lennon aftur til Burnley (Staðfest) - Byrjar í kvöld
Lennon
Lennon
Mynd: Twitter - Burnley
Burnley tilkynnti í dag að liðið hefði komist að samkomulagi við Aaron Lennon um að Englendingurinn myndi ganga í raðir félagsins.

Lennon lék með Burnley á árunum 2018-2020 en lék með Kayserispor í Tyrklandi í fyrra. Samningur Lennon var einungis út síðasta tímabil og kemur því á frjálsri sölu til Burnley.

Lennon er 34 ára kantmaður sem uppalinn er hjá Leeds en er þekktastur fyrir sín tíu ár hjá Tottenham. Lennon á að baki 21 A-landsleik en sá síðasti kom árið 2013.

Lennon lék æfingaleik með Burnley í síðustu viku og skoraði eina mark liðsins gegn Manchester United.

Lennon er í byrjunarliðinu hjá Burnley gegn Newcastle í leik liðanna í deildabikarnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner