Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pocchettino: Vorum sjálfsánægðir eftir sigurinn á United
Pochettino segir liðið hafa verið of ánægt með sjálfa sig eftir sigur á United.
Pochettino segir liðið hafa verið of ánægt með sjálfa sig eftir sigur á United.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pocchettino hefur viðurkennt að Tottenham liðið hafi gerst sekir um að vera of ánægðir með sjálfa sig eftir sigur á Manchester United í ágúst.

Eftir þrjá sigra í röð í upphafi tímabilsins hikstaði Tottenham í september og tapaði þremur leikjum í röð í fyrsta skipti undir stjórn Pochettino.

Spurs kom loks til baka um helgina með sigri á Brighton þar sem Harry Kane og Erik Lamela sáu um að skora mörkin.

Í viðtali við Gary Neville á verðlaunahátíð FIFA í gærkvöldi sagðist Pochettino vonast til þess að geta byggt á úrslitunum gegn Brighton.

Ég er glaður vegna stemingarinnar í liðinu sem er kominn aftur, að vera allir saman og berjast saman. Frammistaðan var miklu betri. Þetta er góður punktur til þess að byrja að byggja sjálfstraustið upp á nýtt og treysta því hvernig við spilum,” sagði Pochettino.

Sjálfstraust er svo mikilvægt í fótbolta. Þetta voru erfiðir leikir en ég held að liðið geri sér grein fyrir því að við getum ekki vanmetið andstæðinginn.”

Að sigra Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er auðvitað frábært og ég fann það strax eftir Manchester United. Nú vitum við að við þurfum að bæta okkur. Auðvitað þurfum við að aðlagast en ég er ánægður eftir Brighton. Við unnum og það var frábært fyrir okkur.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner