Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 12:10
Magnús Már Einarsson
Albert: Var sannfærður um að ég gæti snúið við blaðinu
Icelandair
Albert í leiknum í Þýskalandi í gær.
Albert í leiknum í Þýskalandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson segir að það hafi reynt á þegar hann var sendur niður í varaliðið hjá AZ Alkmaar í desember síðastliðnum.

Albert var þá ekki í náðinni hjá Pascal Jansen þjálfara AZ Alkmaar og virtist mögulega vera á förum. Albert vann sig hins vegar aftur inn í liðið og hann hefur verið í byrjunarliðinu síðan 13. janúar.

„Það sýnir kannski karakterinn í mér. Þetta leit ekkert alltof vel í AZ. Ég var settur niður í varaliðið, tekinn út úr hópnum og eitthvað vesen. Ég náði að snua blaðinu við, kem mér aftur í liðið og er fastur í tíunni og spila alla leiki," sagði Albert í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Auðvitað er þetta ekki auðvelt. Ég var ekki ánægður með stöðuna og var kannski desperate í að vilja komast burtu og svona. Ég hef trú á sjálfum mér og vinnuframlaginu mínu og ég var sannfærður innst inni um að ég gæti snúið við blaðinu eins og ég gerði."

„Það gaf manni extra boost að sýna þeim að þeir hefðu rangt fyrir sér,"
sagði Albert einnig.

Albert kom inn á sem varamaður gegn Þýskalandi í undankeppni HM í gær en hann gæti fengið tækifærið í byrjunarliðinu gegn Armeníu á sunnudag.

Hér að neðan má sjá viðtali við hann í heild.
Albert: Veit innst inni að ég er bestur á vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner