Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Suarez ósáttur: Ég er búinn að vera meiddur eftir Liverpool
Mynd: Getty Images
Luis Suarez er meiddur og var ekki í liði Barcelona sem tapaði óvænt fyrir Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins í gær.

Hluti stuðningsmanna Barcelona tók ekki vel i fjarveru Suarez og var hann sakaður um að nota meiðslin sem afsökun til að hvíla sig fyrir Suður-Ameríkubikarinn í sumar.

„Þetta er búinn að vera sorglegur dagur fyrir mig. Það var ömurlegt að geta ekki hjálpað strákunum í úrslitaleiknum í gær," segir í yfirlýsingu frá Suarez.

„Ég er ekki mikið fyrir að útskýra hluti sem eru sagðir um mig en í þetta skiptið finn ég mig knúinn til þess, því hér er verið að vega að fagmennsku minni.

„Ég meiddist í leiknum gegn Liverpool og þurfti að fara í aðgerð á hné. Þess vegna missti ég af úrslitaleiknum í gær, þvert gegn mínum vilja.

„Ég hef sýnt það á hverjum degi frá komu minni til Barcelona að ég legg mig 100% fram á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir þetta félag."


Barcelona varð Spánarmeistari fyrr í mánuðinum en datt svo úr Meistaradeildinni eftir dramatískt tap gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner