Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 15:27
Ester Ósk Árnadóttir
Byrjunarlið KA og KR: Bæði lið gera breytingar frá síðasta leik
Ívar er með fyrirliðabandið hjá KA í dag
Ívar er með fyrirliðabandið hjá KA í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í dag hefst 9. umferðin í Pepsí Max deild karla. KA og KR eigast við á Greifavellinum klukkan 16:00.

Liðin eru á ólíkum stað í deildinni. KR situr í öðru sæti með 16 stig, jafn mörg og Valur sem vermir fyrsta sætið á betri markatölu. KR á þó leik til góða. KA er í 10. sæti með sjö stig. Arnar Grétarsson tók við liðinu af Óla Stefán 15. júlí síðastliðinn og síðan þá hefur KA unnið Gróttu og gert jafntefli á móti FH í Kaplakrika.

KR fékk botnlið Fjölnir í heimsók í síðustu umferð og gerðu liðin 2-2 jafntefli.

KR gerir tvær breytingar frá leiknum á móti Fjölni. Kristinn Jónsson og Finnur Tómas Pálmason koma inn í liðið í stað Arnór Sveins Aðalsteinssonar og Alex Freyr Hilmarssonar. Arnór er ekki í hóp en Alex fer á bekkinn.

KA gerir þrjár breytingar á liði sínu. Almarr Ormarsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson fá sér allir sæti á bekknum. Inn koma Andri Fannar Stefánsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Byrjunarlið KA
12. Kristijan Jajalo
5. Ívar Örn Árnason (f)
3. Mikkle Qvist
4. Rodrigo Gomes Mateo
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Gunnar Örvar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
77. Bjarni Aðalssteinsson

Byrjunarlið KR
1. Beitir Ólafsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmarsson
11. Kennie Knak Chopart
16. Pablo Oshan Punyed Dubon
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Leikir dagsins:
16:00 KA - KR (Greifavöllurinn)
18:00 Breiðablik - ÍA (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner