Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. ágúst 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar í mikilli brekku, skora ekkert og lykilmenn í meiðslum
Lengjudeildin
Fannar Daði mögulega kviðslitinn.
Fannar Daði mögulega kviðslitinn.
Mynd: Raggi Óla
Sigurður Marinó er ristarbrotinn
Sigurður Marinó er ristarbrotinn
Mynd: Raggi Óla
„Í þessu 'end producti'; fyrirgjöfum, skotum og öðru erum við búnir að vera mjög slakir. Við erum búnir að æfa þetta ótrúlega mikið en þetta hefur ekki verið að skila sér af æfingasvæðinu í leikina. Við fáum sénsa á að gera eitthvað gott en náum því hreinlega ekki. Á meðan við erum ekki að ná því þá erum við ekki að vinna. Þetta er ekki flóknara en það," sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir tapleik gegn Kórdrengjum á þriðjudag.

Tapið var fjórða tap Þórsara í deildinni í röð og tapleikurinn sá fimmti í röð ef leikurinn gegn Vestra er tekinn með. Markatalan í þessum fimm leikjum er -12, núll mörk skoruð og tólf mörk fengin á sig.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 Þór

Það vakti athygli fréttaritara að Hermann Helgi Rúnarsson, sem oftast hefur spilað í miðverði, lék í stöðu fremsta miðjumanns. Hermann hefur eitthvað spilað sem djúpur miðjumaður í sumar.

„Við erum með ansi marga framliggjandi menn á meiðslalista. Úrvalið er ekkert svakalega mikið, vorum með ágætis pælingu á bakvið að hafa Hermann í þessari stöðu og hann spilaði fínan leik að mínu viti. Við þurfum að leita nýrra leiða þar sem það eru þrír-fjórir framherjar sem eru frá þessa dagana og verða líklegast frá út tímabilið," sagði Orri.

Sigurður Marinó Kristjánsson og Fannar Daði Malmquist Gíslason voru skráðir í liðsstjórn á þriðjudaginn. Verða þeir meira með í sumar?

„Nei, það er mjög ólíklegt. Siggi er ristarbrotinn og Fannar er hugsanlega kviðslitinn. Sölvi Sverrisson er svo að glíma við krossbandameiðsl, krossbandið er allavega trosnað. Þrír leikmenn sem eru lykilmenn hjá okkur og við söknum þeirra klárlega í dag."

Í svona brekku, hvernig er hægt að létta á stemningunni í restina?

„Stemningin á æfingu er góð og æfingarnar eru fínar en við erum svolítið flatir þegar við erum að byrja leikina, menn eru lengi að koma sér í gírinn og við erum lentir undir þegar við förum að vakna. Það er alltof hættuleg uppskrift. Við þurfum að byrja leikinn gegn Fjölni eins og menn og gjöra svo vel að fara vinna einhverja leiki."

Hvað vill Orri fá út úr síðustu leikjunum í deildinni?

„Við þurfum að byrja á því að eiga góðar frammistöður, hvort sem það skili sigri eða ekki. Við eigum töluvert inni þótt við séum með aðeins laskað lið. Það eru of margir lykilmenn hjá okkur sem eru ekki að spila nógu vel, því miður. Þeir þurfa að gjöra svo vel að stíga upp og leiða liðið áfram," sagði Orri.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Orri Hjaltalín: Þetta er eins rautt spjald og þau verða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner