Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 09:15
Elvar Geir Magnússon
Dregið í HM umspilið í dag - Svona virkar drátturinn
Evrópumeistarar Ítalíu fara í umspilið.
Evrópumeistarar Ítalíu fara í umspilið.
Mynd: EPA
Barist um sæti á HM í Katar.
Barist um sæti á HM í Katar.
Mynd: Getty Images
Í dag verður dregið í evrópska HM umspilið en athöfnin hefst klukkan 16:00 og fer fram í Zurich í Sviss. Fylgst verður með í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Hvernig virkar umspilið?
Tólf lið taka þátt, þar á meðal þau tíu landslið sem höfnuðu í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Hin tvö sætin fara til þeirra tveggja landsliða sem stóðu sig best í Þjóðadeildinni en höfnuðu ekki í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni.

Liðunum verður skipt upp í þrjár leiðir sem innihalda fjögur lið hver. Leiknir verða stakir undanúrslitaleikir og svo þrír stakir úrslitaleikir. Þau þrjú lið sem standa uppi sem sigurvegarar verða á HM í Katar á næsta ári.

Hvenær er drátturinn
Eins og áður segir: Í dag, föstudaginn 26. nóvember, klukkan 16:00 í Zurich.

Hvenær verður umspilið?
Undanúrslitaleikirnir verða 24. og 25. mars á komandi ári. Úrslitaleikirnir 28. og 29. mars.

Hvaða lið geta mæst?
Liðunum tólf er skipt upp í efri og neðri styrkleikaflokka. Hver leið er með tvö lið úr efri styrkleikaflokknum en þau geta ekki mæst í undanúrslitum. Liðin í efri styrkleikaflokknum leika til undanúrslita á heimavelli. Sérstaklega verður dregið um hverjir eiga möguleika á heimaleik í úrslitunum.

Efri styrkleikaflokkur: Ítalía, Portúgal, Skotland, Rússland, Svíþjóð, Wales.

Neðri styrkleikaflokkur: Tyrkland, Pólland, Norður-Makedónía, Úkraína, Austurríki, Tékkland.

Hvaða Evrópuþjóðir hafa þegar tryggt sér sæti á HM í Katar?
Liðin sem unnu sinn riðil í undankeppninni. Serbía, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Króatía, England og Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner