Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Bruce til í að hafa leiki á hverjum degi
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist vera tilbúinn að sjá þétta leikjadagskrá í sumar til að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Níu umferðir eru eftir í deildinni en keppni var frestað um miðjan mánuðinn vegna kórónuveirunnar.

Bruce vill sjá leiki daglega til að klára tímabilið.

„Við verðum að reyna að klára tímabilið, sama hvað það kostar. Allir vilja það. Við þurfum samt líka að muna að heilsa og öryggi leikmanna og starfsfólks er mun mikilvægara en fótbolti," sagði Bruce.

„Við ættum ekki að snúa aftur í fótboltann fyrr en það er algjörlega óhætt. Við getum haft mánaðar veislu af fótbolta með leik á hverjum degi. Hvert lið spilar þá tvo eða þrjá leiki á viku."

„Þetta er ekki óskastaða en ef við getum spilað 10-15 leiki í desember og byrjun janúar þá getum við það sama til að klára tímabilið."

„Þetta þýðir líklega að byrjun næsta tímabils mun frestast og við þurfum að sleppa annari bikarkeppninni og vetrarfríi en þetta er hægt. Við munum vonandi finna leið."

Athugasemdir
banner
banner
banner