Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland komst ekki áfram í undankeppni FIFA eNations Cup
Úr FIFA tölvuleiknum.
Úr FIFA tölvuleiknum.
Mynd: EA Sports
Íslenska landsliðið í efótbolta hefur lokið leik í undankeppni FIFA eNations Cup, en liðið endaði í neðsta sæti síns riðils.

Ásamt Íslandi voru England, Pólland, Ísrael, Belgía, Króatía og Eistland í riðlinum. Liðið endaði með 2 stig í neðsta sæti síns riðils, en stigin komu gegn Króatíu og Eistlandi.

Þetta voru erfiðir andstæðingar. Englendingar eru eitt allra sterkasta liðið í heiminum og eru þeir með tvo firnasterka leikmenn í liði sínu, þá Tekkz og Hashtag Tom. Tekkz hefur unnið ensku deildina í eFótbolta með Liverpool, er margfaldur heimsmeistari og vann Meistaradeildina í eFótbolta síðastliðið haust.

Ísrael, England, Pólland og Belgía fóru áfram úr riðlinum, en það var Ísrael sem endaði á toppi hans.
Athugasemdir
banner