Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís fyrirliði í sigri í fyrsta leik
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í vörninni hjá Rosengård er liðið vann 1-0 sigur á Vittsjö í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Glódís varð sænskur meistari með Rosengård í fyrra og liðið byrjar þetta tímabil á sigri. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það mark kom á 83. mínútu leiksins.

Flottur sigur hjá Rosengård en það er alltaf mikilvægt að byrja hvert tímabil á sigri.

Glódís Perla var fyrirliði Rosengård í dag. Glódís er 24 ára gömul en býr þrátt fyrir yfir gríðarlegri reynslu. Glódís, sem kom til Rosengård árið 2017, á hvorki meira né minna en 84 A-landsleiki fyrir Ísland.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Anna Rakel byrjar vel með Uppsala
Athugasemdir
banner
banner