Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 19:23
Victor Pálsson
Óttar Magnús samdi við Siena (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Óttar Magnús Karlsson hefur skrifað undir samning við A.C.N Siena á Ítalíu.

Þetta var staðfest nú í kvöld en Óttar mun spila með liðinu á láni frá Venezia út þessa leiktíð.

Venezia greindi frá þessu á Twitter síðu sinni eftir leik við Udinese í kvöld sem tapaðist 3-0. Óttar var ekki á meðal leikmanna.

Siena spilar á 15 þúsund manna leikvangi og er í Serie C en þar er deildin ekki byrjuð á Ítalíu.

Óttar er 24 ára gamall framherji sem kom til Venezia frá Víkingi Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann skoraði eitt mark í sjö leikjum á síðustu leiktíð er Venezia fór upp.

Venezia leikur nú í efstu deild Ítalíu og var ekki pláss fyrir Óttar í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner