Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. ágúst 2021 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Stefán magnaður í marki Kríu - „Óskiljanlegt að hann sé að spila á þessu leveli"
Stefán Hirst, markvörður Kríu.
Stefán Hirst, markvörður Kríu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Hirst Friðriksson, markvörður Kríu í 4. deildinni, var besti maður vallarins er liðið gerði 1-1 jafntefli við Hamar í úrslitakeppninni í kvöld en hann fær lof á Twitter fyrir frammistöðuna.

Hann varði margsinnis meistaralega í leiknum í kvöld og átti eina bestu frammistöðu keppninnar til þessa.

Stefán, sem er fæddur árið 1987, steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Gróttu árið 2006 en gekk til liðs við KV ári síðar og spilaði með liðinu í fimm ár.

Hann söðlaði um og lék með Snæfell, Augnablik og Kríu áður en hann sneri aftur í KV árið 2016. Stefán lék þrjú tímabil með KV áður en hann tók sér hlé frá knattspyrnu.

Stefán hefur varið mark Kríu í sumar en liðið vann A-riðillinn örugglega og tapaði aðeins tveimur leikjum og fékk á sig 18 mörk. Þá bauð hann upp á frábæra frammistöðu í kvöld.

Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Hamars, segist aldrei hafa séð aðra eins frammistöðu. Þórður Ingason, markvörður Víkings R., tekur undir þessi orð á Twitter.

„Varð vitni að rosalegri frammistöðu hjá markmanni í 4 deildinni í kvöld. Hef þjálfað í 20 ár, það er mér óskiljanlegt að þessi leikmaður sé að spila á þessu leveli," sagði hann á Twitter.

Kría valdi Stefán mann leiksins og skrifaði nokkur vel valin orð um frammistöðuna.

„Leppin maður leiksins er Hirstarinn. Great Wall of China stóð undir nafni í dag. 32 crosses claimed. The Hamar number 10 er að fara að kýla koddann í kvöld," kom fram í færslu félagsins en allar færslurnar má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner