Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. ágúst 2021 20:11
Victor Pálsson
Stjóri Aberdeen óvænt auðmjúkur - „Betra liðið vann augljóslega"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stephen Glass, stjóri Aberdeen, var ansi auðmjúkur í gær eftir 3-1 tap gegn Qarabag frá Azerbaijan í Sambandsdeildinni í gær - Aberdeen er úr leik eftir 4-1 tap samanlagt.

Aberdeen sló Breiðablik úr leik fyrr í sumar en Glass var ansi óánægður eftir 1-0 tap í fyrri leiknum gegn Qarabag.

Glass sagði þá völl Qarabag vera ómögulegan og kenndi honum um að einn af hans leikmönnum hafi meiðst.

Það var annar tónn í Glass eftir sannfærandi tap í gær og hrósaði hann þá gestaliðinu í hástert.

„Betra liðið vann nokkuð augljóslega. Við byrjuðum allt í lagi en þeir skoruðu upp úr engu," sagði Glass.

„Þeirra hættulegustu leikmenn voru að skapa hluti sem er alltaf hætta þegar þú mætir svona liði."

„Við vissum að þeir myndu njóta vallarins hér - toppleikmenn gera það. Þeir eru með fjölmarga toppleikmenn. Það er engin skömm í því að segja að þeir séu í gæðaflokki fyrir ofan okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner