Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2022 14:56
Ívan Guðjón Baldursson
„Ekki hissa í eina sekúndu" ef Arsenal verður með fullt hús eftir átta umferðir
Arsenal hefur farið vel af stað.
Arsenal hefur farið vel af stað.
Mynd: Getty Images

Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke fengu Atla Má Steinarsson og Ingimar Helga Finnsson sem gesti og fóru vel yfir síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í hlaðvarpsþættinum um Enska boltann á þriðjudaginn. 


Rætt var meðal annars um Arsenal í þættinum eftir þægilegan 3-0 sigur á nýliðum Bournemouth og gæti sú staða komið upp að liðið verði með 24 stig eftir 8 umferðir, miðað við leikjaplanið sem er framundan.

„Það er allt einhvern veginn að smella hjá Arsenal og þegar maður lítur yfir leikjaplanið hjá þeim þá gætu þetta verið 24 stig eftir 8 leiki," segja þeir í þættinum.

„Ég yrði ekki hissa í eina sekúndu ef það yrði þannig en reyndar er (Manchester) United inn í þessu líka. Þeir eru að detta í gang."

Arsenal tekur á móti nýliðum Fulham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en nýliðarnir hafa verið sprækir og eru taplausir eftir þrjár umferðir, þar sem þeir gerðu meðal annars jafntefli við Liverpool í fyrstu umferð.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni

Enski boltinn - Man Utd fyrir ofan Liverpool, bíddu ha?
Athugasemdir
banner
banner
banner