Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2022 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Samherjar með annan fótinn í 5. deild
Samherjar gætu tekið síðasta lausa sætið í 5. deild
Samherjar gætu tekið síðasta lausa sætið í 5. deild
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Álafoss 0 - 2 Samherjar
0-1 Ágúst Örn Víðisson ('90 )
0-2 Sigursteinn Sævar Hermannsson ('90, sjálfsmark )

Samherjar eru komnir með annan fótinn í 5. deild karla eftir 2-0 sigur gegn Álafossi í umspilinu í dag.

Þannig er mál með vexti að það bætist við 5. deild í Íslandsmótinu á næsta ári.

Þau lið sem höfnuðu í 3. sæti í riðlunum fimm í 4. deildinni fara sjálfkrafa í 5. deild og eru þau félög fimm talsins. Þá fara níu félög sem höfnuðu í 4. og 5. sæti í A, B og C-riðlum 4. deildar í 5. deildina.

Fjögur félög voru send í umspil um sæti í 5. deildinni en það voru liðin sem höfnuðu í 4. og 5. sæti E og D-riðils.

Boltafélag Norðfjarðar, sem spilaði í E-riðli, hætti keppni og fer því KFR í 5. deildina en í dag spiluðu Álafoss og Samherjar um síðasta lausa sætið í 5. deild.

Samherjar unnu 2-0. Bæði mörk gestanna komu í uppbótartíma en liðin mætast öðru sinni næstu helgi á Hrafnagilsvellinum.
Athugasemdir
banner
banner