Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ederson vísað af velli - Sterling klúðraði tveimur vítum
City er samt 1-0 yfir
Ederson var rekinn af velli fyrir brot á Diogo Jota.
Ederson var rekinn af velli fyrir brot á Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið 1-0 yfir í útileik sínum gegn Wolves sem stendur nú yfir.

Fyrri hálfleikurinn hefur verið fjörugur hingað til.

Á 12. mínútu var Ederson, markverði Man City, vísað af velli með rautt spjald. Það var metið svo að hann hefði brotið á Diogo Jota, sóknarmanni Wolves.

Hérna má sjá það þegar Ederson fékk rauða spjaldið.

Pep Guardiola, stjóri Man City, fórnaði Sergio Aguero, sóknarmanni sínum, og setti varamarkvörðinn Claudio Bravo.

Einum færri fengu City-menn vítaspyrnu á 22. mínútu. Raheem Sterling þurfti að taka vítaspyrnuna tvisvar þar sem það voru komnir leikmenn inn í teiginn áður en hann sparkaði í boltann í fyrri vítaspyrnunni.

Patricio varði báðar vítaspyrnu Sterling, en eftir seinni spyrnuna náði Sterling frákastinu og skoraði. Erfitt líf markvarðarins.

Stuðningsmenn Wolves voru ekki sáttir með VAR í öllu þessu máli og sungu þeir: „Þetta er ekki fótbolti lengur."

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og stuðningsmaður Man City, er ekki heldur sáttur með störf VAR. „VAR er það versta sem hefur komið í fótboltann síðan gullmarkið í framlengingu var kynnt til leiks!" skrifar Gunnleifur á Twitter.

Staðan er 1-0 fyrir City í þessum eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu.

Hérna má sjá mark Sterling.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner