Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 11:58
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur leyfðir á ný
Willum Þór heilbrigðisráðherra.
Willum Þór heilbrigðisráðherra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sótt­varn­aráðstöf­un­um verður aflétt á um það bil sex til átta vik­um en frá þessu greindi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og fyrrum fótboltaþjálfari á fréttamannafundi í Safna­hús­inu.

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra tek­ur gildi á miðnætti og verða íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur leyfðir á ný.

Íþróttakeppnir verða áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur leyfðir á ný.

Undirbúningsmótin eru í fullum gangi í íslenska fótboltanum en úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins fór fram í gær þar sem Stjarnan vann Breiðablik fyrir framan tóma stúku í Garðabænum vegna áhorfendabanns sem hefur verið í gildi.

Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verður heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.

Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verður heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verður gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner