Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil á skotskónum á Ítalíu - Elías spilaði hálftíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru íslenskir leikmenn í eldlínunni í Evrópu í dag þó það sé landsleikjagluggi.

Emil Hallfreðsson var ekki í landsliðinu að þessu sinni og hann spilaði á Ítalíu með liði sínu Padova í C-deildinni þar.

Padova hefur verið að eiga gott tímabil og tókst liðinu að leggja Ravenna að velli í dag, 3-0. Emil spilaði allan leikinn og gerði gott betur en það, hann skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins á 28. mínútu.

Padova er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni með fimm stiga forskot eftir 33 leiki.

Þá spilaði sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson um hálftíma þegar lið hans, Excelsior, tapaði fyrir Helmond á heimavelli í hollensku B-deildinni, 3-0.

Excelsior er í tíunda sæti en Elías er næst markahæstur í deildinni með 18 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner