Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki rangt en þeir eru ekki að fara að hlaupa í burtu með þetta mót"
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í fyrra.
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals punktar hjá sér.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals punktar hjá sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild karla.

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Þrátt fyrir að mótið hafi ekki verið klárað voru þeir vel að titlinum komnir og enginn mótmælir því að titillinn var verðskuldaður. Eftir baslið og vonbrigðin 2019 svöruðu menn á faglegan hátt.

Valur hefur misst mjög sterka pósta frá síðustu leiktíð og var rætt um það í útvarpsþættinum síðasta laugardag hvort það væri rétt að spá liðinu efsta sæti.

„Þeir eru að koma veikari inn í mótið þótt að þeir séu búnir að fá Arnór, Almarr og Tryggva, sérstaklega þar sem Tryggvi er meiddur í átta vikur" sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

„Ef ég væri tengdur Valsliðinu núna þá væri ég með áhyggjur af undanförnum mánuðum - hvernig hefur gengið síðan í febrúar. Ég væri með áhyggjur af sóknarlínunni, ég væri með áhyggjur af því að liðið væri ekki með hraða og þessa óvæntu hluti sem þurfa að gerast á síðasta þriðjungnum," sagði Úlfur Blandon. „Þeir eru pínu þungir og það er ekki af því að liðið er í lélegu standi, þeir eru bara með þunga leikmenn fram á við - það vantar hraða."

„Miðað við hvað þeir rústuðu mótinu svakalega, hvað það eru enn margir góðir leikmenn þarna, hvað þeir eru að taka þetta föstum tökum, þeir eru með annan af tveimur bestu þjálfurunum í deildinni, búnir að æfa eins og atvinnumenn og voru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það er ekki rangt (að spá þeim efsta sæti) en þetta stendur aðeins valtari fótum en þegar við vorum að tala í janúar og febrúar. Auðvitað hefur með það að gera að FH-ingarnir hafa haldið áfram að bæta við sig en aðallega hvað Blikarnir líta vel út," sagði Tómas Þór.

„Þetta er ekki rangt en þeir eru ekki að fara að hlaupa í burtu með þetta mót, þvert á móti."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna úr útvarpsþættinum hér að neðan.

Komnir
Almarr Ormarsson frá KA
Arnór Smárason frá Lilleström
Christian Köhler frá Esbjerg
Kristófer Jónsson frá Haukum
Johannes Vall frá Ljungskile
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Lilleström

Farnir
Aron Bjarnason til Ujpest (Var á láni)
Eiður Aron Sigurbjörnsson í ÍBV
Einar Karl Ingvarsson í Stjörnuna
Kasper Högh til Randers (Var á láni)
Lasse Petry til HB Köge
Valgeir Lunddal Friðriksson í Hacken
Útvarpsþátturinn - Stóri Pepsi Max þátturinn
Athugasemdir
banner
banner
banner