Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur grjótharður - „Hugsa að langflestir væru búnir að stoppa"
Haukur Heiðar er klár í fyrsta leik
Haukur Heiðar er klár í fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2-3 mánuðir í Hadda.
2-3 mánuðir í Hadda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Haukur er búinn að vera rosalega flottur og ég er búinn að vera mjög ánægður með hann. Hann er búinn að standa sig mjög vel," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.

Haukur Heiðar Hauksson hefur glímt við erfið hnémeiðsli undanfarin ár. Haukur lék þrettán leiki í öllum keppnum tímabilið 2019 og einungis einn leik í fyrra. Haukur fór í aðgerð vegna meiðslanna og hefur endurhæfingin tekið talsverðan tíma.

„Hann er náttúrulega grjótharður og ég hugsa að langflestir væru búnir að stoppa út af þessum meiðslum sem hann er búinn að ganga í gegnum."

„Það sýnir hans ástríðu fyrir þessum leik, hvað hann er búinn að leggja á sig og vonandi er þetta ekki of dýr fórnarkostnaður upp á seinni tíð."

„Hann er klár í fyrsta leik gegn HK,"
sagði Addi. Það eru þeir Dusan Brkovic og Brynjar Ingi Bjarnason einnig og verður fróðlegt að sjá hverjir byrja í miðverðinum.

Haukur er uppalinn KA-maður og lék með meistaraflokki árin 2008-2011. Hann fór fyrir tímabilið 2012 til KR og var þar í þrjú tímabil. Eftir tímabilið 2014 samdi hann við AIK og var hjá félaginu út tímabilið 2018. Þá kom hann aftur heim í KA.

Haukur lék talsvert með AIK árin 2016 og 2017 þegar liðið endaði í 2. sæti sænsku deildarinnar en var mikið á bekknum þegar liðið varð meistari 2018. Haukur var í landsliðshópnum árið 2016 þegar Ísland tók þátt í lokakeppni EM.

Arnar var einnig spurður út í Hallgrím Jónasson sem meiddist í fyrra. Addi segir ennþá svolítið í land hjá Hadda, hann býst við því að það séu 2-3 mánuðir í hann: „gæti verið klár í lok júli eða byrjun ágúst."
Athugasemdir
banner
banner