Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja það best ef Rúnar Alex yrði seldur í sumar
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefmiðillinn 90min tók fyrr í þessum mánuði saman lista yfir hvaða leikmenn Arsenal eigi að láta fara í sumar, og hvaða leikmenn félagið eigi að halda.

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á meðal þeirra leikmanna sem miðillinn segir að félagið eigi að láta fara.

„Frá þeim degi sem hann kom til Norður-London leit þetta út fyrir að vera of stórt stökk fyrir hann. Strákur úr akademíunni gæti staðið sig jafnvel og myndi kosta minna," segir í umsögn um Rúnar Alex.

Í greininni segir einnig að Arsenal eigi að selja Rob Holding, Dinos Mavropanos, Hector Bellerin, Ainsley Maitland-Niles, Mohamed Elneny, Joe Willock, Alexandre Lacazette, Willian, Reiss Nelson og Eddie Nketiah. Þá er félaginu ráðlagt að rifta samningi við Sead Kolasinac og leyfa Dani Ceballos að fara aftur til Real Madrid.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal frá Dijon síðasta sumar. Hann er samningsbundinn félaginu til 2024. Hann er núna þriðji markvörður liðsins á eftir Bernd Leno og Mat Ryan.

Rúnar hefur spilað sex leiki með Arsenal á þessu tímabili; fjóra í Evrópudeildinni, einn í deildabikarnum og einn í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner