Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 28. maí 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland vill vinna titla: Ég á mér stóra drauma
Mynd: Twitter
Ljóst er að norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland verður ekki lengi hjá Borussia Dortmund nema margt breytist hjá félaginu.

Haaland er búinn að vera frábær hjá Dortmund og er eftirsóttur af helstu stórliðum Evrópu. Umboðsmaður hans Mino Raiola hefur rætt við helstu félög Evrópu og ljóst að margar hurðir eru opnar fyrir þessa tvítugu markavél.

Stjórnendur Dortmund hafa ítrekað sagt að Haaland sé ekki á förum frá félaginu í sumar. Söluákvæði hans verður ekki virkt fyrr en næsta sumar og verður Norðmaðurinn ekki seldur fyrr en þá í fyrsta lagi.

Haaland dró Dortmund áfram á nýliðinni leiktíð og skoraði 27 mörk í 28 deildarleikjum til að hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti.

„Ég elska Meistaradeildina og það var mikill léttir þegar við náðum sætinu. Það var mjög mikilvægt. Ég er samningsbundinn Dortmund og ég virði það," sagði Haaland.

„Það var frábær tilfinning að vinna fyrsta stóra titilinn á ferlinum og ég vil halda áfram að vinna titla. Ég á mér stóra drauma."


Athugasemdir
banner
banner
banner