Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. ágúst 2021 13:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frammistaðan í dag staðfesting á því að tími Arteta sé liðinn
Mynd: Aðsend
Jón Kaldal harður stuðningsmaður Arsenal var í viðtali við Tómas Þór Þórðarson og Gylfa Einarsson hjá Síminn Sport eftir tap liðsins gegn Manchester City í dag.

Leiknum lauk 5-0 en liðið er án stiga og ekki búið að skora mark í fyrstu þremur deildarleikjunum.

Jón sagði að uppstilling Arteta og frammistaða liðsins í dag sé staðfesting á því að tími Arteta sé liðinn hjá félaginu.

"Þetta er með verri frammistöðum sem ég hef séð lengi. Það sem eru kannski stóru tíðindin í þessum leik og sýnir hversu ráðalaus Arteta er orðinn, hann byrjar leikinn með Kolasinac í miðverði, þetta er náungi sem spilaði ekkert á undirbúningstímabilinu, hefur kannski spilað einn eða tvo leiki áður sem miðvörður, kemur til liðsins sem væng bakvörður, er fyrst og fremst góður á vallarhelmingi andstæðinganna, ekki góður varnarmaður," sagði Jón.

"Maitland-Niles kemur líka við sögu, Cedric Soares er í hægri bakverði sem var fjórði kostur á undirbúningstímabilinu þannig að það er furðulegt hvernig Arteta er að nýta hópinn. Ég held að þessi frammistaða í dag sé staðfesting á því að hans tími sé liðinn."
Athugasemdir
banner