Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 28. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
KSÍ semur við Brandenburg - Nýtt merki fyrir EM?
Núverandi merki KSÍ hefur oft verið gagnrýnt
Núverandi merki KSÍ hefur oft verið gagnrýnt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hef­ur samið við aug­lýs­inga­stof­una Brand­en­burg um stuðning við mót­un, upp­bygg­ingu og þróun á vörumerkj­um sam­bands­ins. KSÍ hefur ákveðið að ráðast í endurmörkum á auðkennum sínum.

Markmið KSÍ og Brandenburg er að styrkja vörumerkið bæði á íslenskum og erlendum markaði en Brandenburg var ein af þremur auglýsingastofum sem KSÍ sem komu með tillögur að breyttri vörumerkjastefnu en Brandenburg hafði vinningin.

„Við hjá KSÍ erum mjög spennt fyr­ir því sem framund­an er í vörumerkja­mál­um sam­bands­ins. Búið er að vinna mikla grein­ing­ar­vinnu og framund­an eru áhuga­verð verk­efni sem gam­an verður að vinna með Brand­en­urg," sagði Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ.

Það hefur verið mikið í umræðunni merki KSÍ en hávær hópur vill fá gamla merkið sem var notað hér árum áður. Í byrjun árs var lagaákvæði um merki KSÍ breytt á ársþingi sambandsins og opnaði það möguleikann fyrir því að breyta merkinu.

„Þetta er að sjálf­sögðu eitt mest spenn­andi vörumerkja­verk­efni sem við höf­um tekið að okk­ur og okk­ur líður dá­lítið eins og við höf­um verið val­in í landsliðshóp­inn. Á sama tíma ger­um okk­ur fylli­lega ljóst að um afar krefj­andi verk­efni er að ræða enda hafa all­ir sterk­ar skoðanir á starf­semi KSÍ, utan vall­ar sem inn­an. Þannig á það líka að vera, við eig­um að vera stolt af KSÍ og því starfi sem þar fer fram. Við höf­um veitt ráðgjöf og séð um hönn­un í mörg­um af stærstu vörumerkja­verk­efn­um síðustu miss­era og erum mjög spennt fyr­ir að fara í þessu vinnu með KSÍ," sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar.
Athugasemdir
banner
banner