Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 28. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd fékk tvö VAR víti - Solskjær var ósammála því fyrra
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
VAR kom talsvert við sögu í 3-0 sigri Manchester United á Norwich í gær. Manchester United fékk tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem voru dæmdar úr VAR herberginu en Stuart Atwell dómari leiksins ætlaði ekki að dæma víti.

Í fyrra atvikinu taldi VAR dómarinn að Ben Godfrey hefði brotið á Daniel James en það virtist þó hafa verið rangur dómur. Það kom ekki að sök því Tim Krul varði vítaspyrnu Marcus Rashford.

„Ég er ósammála fyrri dómnum og ég hefði verið óánægður ef þetta hefði verið dæmt á mitt lið. Marcus (Rashford) var heiðarlegur og klikkaði," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, léttur í bragði eftir leik.

Daniel Farke, stjóri Norwich, tjáði sig einnig um vítaspyrnuna sem var ranglega dæmd.

„Það er nokkuð augljóst að þetta voru stór mistök. Dómarinn hafði rétt fyrir sér því Daniel James datt á varnarmanninn. Við erum öll mannleg en ef þú vilt breyta dómi dómarans þá verður þú að vera 100% viss um að þetta hafi verið mistök," sagði Farke.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner