Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 28. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stærsta tap Udinese í 60 ár - „Líður eins og við séum á botninum"
Udinese fagnar marki Stefano Okaka en vissu sennilega ekki myndi gerast í framhaldinu af því
Udinese fagnar marki Stefano Okaka en vissu sennilega ekki myndi gerast í framhaldinu af því
Mynd: Getty Images
Pierpaolo Marino, yfirmaður íþróttamála hjá Udinese, skammast sín í hrúgu eftir 7-1 tap liðsins gegn Atalanta í gær.

Stefano Okaka kom Udinese yfir gegn Atalanta í gær en eftir það fór allt niður á við. Luis Muriel, fyrrum leikmaður Udinese, skoraði meðal annars þrennu.

Udinese hefur ekki tapað svona stórt á útivelli síðan 1958 og 1959 er liðið tapaði 7-0 fyrir Fiorentina og MIlan.

„Við ættum að skammast okkar. Ég hef aldrei á ævinni tapað leik 7-1. Þetta er augnablikið þar sem mér líður bókstaflega eins og við séum á botninum," sagði Marino.

„Við mætum Roma næst í erifðum leik og við þurfum virkilega að taka til í hausnum á okkur til að breyta þessari stöðu," sagði hann í lokin,

Udinese er í 12. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner