Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. desember 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Azpilicueta: Erum ekki að gefa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja
Cesar Azpilicueta.
Cesar Azpilicueta.
Mynd: Getty Images
Gengi Chelsea það sem af er tímabili hefur verið þokkalegt, liðið hefur þó verið í vandræðum á heimavelli.

Á öðrum degi jóla heimsótti Southampton Stamford Bridge þar sem þeir sigruðu Chelsea 0-2, þetta var annar tapleikur Chelsea á heimavelli í röð.

Fyrirliði liðsins, Cesar Azpilicueta er skiljanlega alls ekki sáttur með gengi liðsins á heimavelli.

„Við höfum ekki náð að vinna og skora í síðustu tveimur heimaleikjum, það er alls ekki gott þar sem við viljum reyna að finna meiri stöðugleika og halda áfram að berjast á þeim stað sem við erum."

„Stuðningsmennirnir vilja sjá okkur gera vel og ná í úrslit, það erum við ekki að gera. Það er oft þannig að þegar lið koma til okkar liggja þau til baka og sækja ekki jafn mikið og þau myndu gera á þeirra eigin heimavelli, við fáum þá meira pláss til að spila boltanum og þurfum að nýta það betur," sagði Azpilicueta.

Það er stórleikur framundan hjá Chelsea, þeir heimsækja Arsenal á morgun í Lundúnaslag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner