Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. janúar 2023 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Sex mörk í mögnuðum fótboltaleik
Wrexham óheppnir að slá ekki Sheffield úr leik
Mynd: Getty Images
Jebbison fékk rauðan hring að launum fyrir brotið sitt.
Jebbison fékk rauðan hring að launum fyrir brotið sitt.
Mynd: Getty Images

Wrexham 3 - 3 Sheffield Utd
0-1 Oliver McBurnie ('2)
1-1 James Jones ('50)
2-1 Thomas O'Connor ('61)
2-2 Oliver Norwood ('65)
3-2 Paul Mullin ('86)
3-3 John Egan ('95)
Rautt spjald: Daniel Jebbinson, Sheffield ('71)


AFC Wrexham, eitt af elstu fótboltaliðum heims, var nálægt því að slá Sheffield United úr leik í ensku bikarkeppninni í dag en tókst ekki. Leikurinn verður endurspilaður í Sheffield.

Þetta eru mögnuð úrslit eftir frábæran fótboltaleik þar sem gestirnir frá Sheffield enduðu með tíu menn á vellinum eftir að Daniel Jebbinson fékk beint rautt spjald (eða rauðan hring í þessu tilfelli) fyrir heldur litlar sakir. Ekkert VAR kerfi er á vellinum þannig dómarinn dæmdi rautt spjald eftir að hafa spjallað við fjórða dómarann sem taldi sig hafa séð atvikið betur.

Sheffield tók forystuna snemma leiks með marki frá Oli McBurnie en heimamenn í Wrexham - sem leika í utandeildinni - voru ekki á því að gefast upp gegn toppbaráttuliði Championship deildarinnar.

James Jones og Thomas O'Connor sneru stöðunni við í síðari hálfleik en Oliver Norwood jafnaði svo fyrir Sheffield og var staðan 2-2 á 65. mínútu. Skömmu síðar fékk Jebbinson rauða spjaldið furðulega og var lokakaflinn gríðarlega spennandi.

Wrexham tók forystuna undir lok leiksins og hélt Paul Mullin að hann hefði tryggt sínum mönnum sigur en svo var ekki. John Egan tókst að jafna seint í uppbótartímanum og tryggja tíu leikmönnum Sheffield annað tækifæri gegn andstæðingum sínum úr utandeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner