Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. febrúar 2020 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildin fundar vegna kóróna veirunnar
Mynd: Getty Images
Liverpool fær ekki endilega meistaratitilinn ef ákveðið verður að hætta leik snemma í úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Mun kórónaveiran koma í veg fyrir Englandsmeistaratitil Liverpool?

Yfirmenn hjá deildinni eru enn óákveðnir hvað gerist ef deildin endar snemma vegna kórónaveirunnar. Leikjum hefur verið frestað þessa helgina á Ítalíu og mögulega verður landsleikjum frestað í mars.

Ef ástandið versnar í Bretlandi gæti þurft að fresta leikjum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Samkvæmt heimildum Liverpool Echo er deildin ekki með neina viðbúnaðaráætlun ef ástandið versnar en málin eru rædd þessa dagana.

Einhverjar lausnir hafa komið til tals ef þarf að enda tímabilið snemma. Engin regla er til er varðar snemmbúinn endi á keppninni og því er Liverpool ekki öruggt með titilinn þrátt fyrir að vera með 22 stiga forskot.

Einnig er spurning með fallbaráttuna en óvíst er hvernig þau mál yrðu leyst. „Þetta er ekki vandamál fótboltans heldur samfélagsins í heild. Við tökum þessu alvarlega en getum ekki útilokað neitt," sagði Jurgen Klopp um málið.

„Þar til okkur verður sagt að stoppa munum við spila áfram. Við getum ekki ofhugsað stöðuna," bætti stjóri Liverpool við.
Athugasemdir
banner